Piparmyntan var með partý í gær fyrir söngleikjavini síni. Það var svosem alveg á stefnuskránni að vera með, en gleðin hófst ekki fyrr en um eitt, þannig að ég nennti ekki að dröslast niður. Í náttfötunum. Það voru alveg læti, en þó ekki neitt miðað við það sem maður er vanur. Í mínum hópi telst það nú ekki einu sinni partý nema löggan komi að minnsta kosti þrisvar.
Þó var eitt sem truflaði mig og það var þegar einhverjar stelpuskjátur sungu dægurlög með skrækri óperuröddu. Jakk.
°°°
Ég var að kíkja á atvinnuauglýsingar á mbl.is. Why, oh why lærði ég ekki verkfræði eða tölvunarfræði? Ég sver það sko. Ætli maður endi ekki á því að kenna einhvers staðar úti á landi. Úff. Kannski bara í febrúar ha? Það fer nú að styttast í niðurstöður úr ritgerðum dauðans.
°°°
Svo var ég að kíkja á þetta nýja blogger dæmi sem átti víst að vera troðfullt af nýju sniðugu dóti. Ég sé nú ekki neitt nýtt sniðugt nema maður getur sett merkimiða á hvern póst. Jibbífokkíngjei. Ég hef verið blekkt.
<< Home