Þá er fröken Dóra flogin burt. Áttum við nokkra afskaplega glaða daga saman við leik og störf; aðallega leik samt. Í gær bættist fyrrverandi tilvonandi eiginmaður minn í hópinn og ekki var það verra. Ég fylgdi þeim svo út á strætóstoppistöð í morgun og á ekki von á öðru en að allt hafi gengið vel.
Ég fór svo beint í að gera fyrirlesturinn sem ég þarf að halda á morgun. Gubbedígubb. Ég fann samt ótrúlega flotta mynd af Hank Azaria á sundskýlunni sem ég ætla að setja í skyggnusýninguna mína.
Dóra keypti handa mér Íslenska tungu heima, sem er þriggja binda meistaraverk; þar af heilt bindi bara um hljóðfræði! Ég get ómögulega lýst spenningnum. Kannski maður kveiki á kertum og reykelsum um helgina, opni eina rauðvín og gluggi í hana. Það væri nú aldeilis ekki amalegt.
<< Home