Ég fór í jóga í dag og leist miklu betur á það en pilates. Ég gerði a.m.k. eitthvað... tjah, eða reyndi réttara sagt. Þetta var asskoti snúið sumt.
Í jógatímanum var maður sem ég og Tobbi sáum á hverfispöbbnum á fimmtudaginn. Þá var hann íklæddur níðþröngum teinóttum Tark buxum og ofurháum Buffaló-eftirlíkingaskóm með götum á upphækkuninni og gormum fyrir innan. Hann var þó ekki með gullfiskabúr í botnunum, það er hægt að hugga sig við það. Í dag var hann bara í íþróttagalla og fór það honum ívið betur.
Miðbærinn í Cambridge er semsagt fullur af hipp og kúl stúdentum, en hverfispöbbarnir eru af einhverjum ástæðum fullir af fólki sem heldur ennþá að það sé '91. Ekki það að mér sé ekki skítsama hvernig fötum fólk gengur í. Samt fyndið. Það skyldi þó ekki vera kominn tími á marglitu gallabuxurnar og inka-hettumussurnar aftur? Og nýbylgju hippaklæðnað *hrollur*. Gott ef ég á ekki vaxjakka einhvers staðar líka. Maður fór nefnilega svo mikið á veiðar hérna í denn.
<< Home