Æi, ég get ekki ákveðið hvort ég á að hafa mæspeisið læst eða ekki. Það eru nú svosem engar merkilegar upplýsingar þarna inni, en náttúrulega myndir og svoleiðis dótarí. Mér finnst svolítið óþægilegt að fólk geti skoðað þetta. En það er náttúrulega bara af því ég er svo viðbjóðslega hnýsin sjálf og alltaf að skoða drasl hjá fólki sem ég þekki ekki neitt, og mér kemur ekkert við. Kannskir eru aðrir ekki svona forvitnir.
Úff, ég læsi og aflæsi til skiptis, mikið er erfitt að geta aldrei tekið ákvarðanir um neitt. En jafnframt afskaplega gleðilegt að það eru ekki meiri erfiðleikar í lífinu hjá manni en þetta.
<< Home