Harmsögur ævi minnar

10.3.07

Hvað er málið með þetta fyrirlestrasjúka fólk hérna? Er að undirbúa mig undir að undirbúa eitt helvítis kvikindið enn. Síðasta stykkið (loksins) en heldur mikilvægara því það verður gefin einkunn af einhverju ókunnugu fólki og margir að horfa. Og ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að tala um. Ég veit ekki hvernig ég lenti hérna, svei mér þá.

°°°

Þessi rækt er ekki alveg að gera sig. Er ekki búin að fara síðan á mánudag því ég er búin að vera svo upptekin við að læra, fara á pöbbkviss, drekka tveir fyrir einn kokkteila, hitta fólk í kaffi, fara á bókasafnið og slugsast. Samt sem áður (og þrátt fyrir nokkur aukakíló...) er ég í dúndrandi stuði og góðu skapi þessa dagana. Hér er nefnilega vor í lofti og Cambridge er sjúklega falleg og yndisleg. Oooog ég fer að koma heim eftir ogguponsu! Allt er bara frábært í augnablikinu.