Harmsögur ævi minnar

8.3.07

Jæja, situr maður ekki og rembist við að klára fyrirlestur fyrir morgundaginn. Á síðustu stundu? Ég?

°°°

Ég fór annars á geggjaðan fyrirlestur með Judith Butler í dag. Hann var eiginlega bara alveg frábær. Eitthvað verður maður að finna sér til dundurs fyrst lærdómur er í lágmarki. Einkunnir komnar í hús og eru fínar, sem er magnaður andskoti miðað við hvað mér tókst að draga það á langinn að skrifa þessar blessuðu ritgerðir. Ég er því ekki á heimleið alveg strax. En það er allt í lagi vegna þess að það er svo margt skemmtilegt framundan og veðrið er að verða gott. En ég hlakka líka rosalega til að kíkja aðeins heim í frí og páskaegg.

°°°

Og OJ OJ OJ!!! Fór inn á klósett áðan til að tannbursta mig og á móti mér æddi risakönguló!! RISAKÖNGULÓ SEGI ÉG!! Ég og hin stelpan öskruðum á piparmyntudúdda sem sagðist ekki koma nálægt svona kvikindum. Sem betur fer kom Hollendingurinn okkur til bjargar og henti villidýrinu út. Ég vildi reyndar drekkja helvítinu í klósettinu en þau voru nú ekki á því. Af hverju ekki? Kill'em all I say. Ojjj bara.