Harmsögur ævi minnar

6.3.07

Í gær fór ég á fyrirlestur með William Labov og Gillian Sankoff. Þau eru rokkstjörnur í málvísindaheiminum og var fólk gríðarlega spennt yfir þessu öllu saman. Ég hélt nú ró minni, enda átti ég ekki von á að geta einbeitt mér að hlustun í þrjá tíma. En þetta var mjög skemmtilegt.

Svo var haldið á pöbbinn með rokkstjörnunum sem yfirgáfu svæðið þó snemma og við restin urðum eftir til að taka þátt í kvissi. Kviss var skemmtilegt. Fórum svo á annan bar og svo í sveittan borgara með ógeðslega miklu mæjónesi (megrunin ónýt big time).

Þegar hér var komið sögu voru menn orðnir ansi kenndir og ég sendi ógeðslega væmið og glatað sms til kærastans. Það er svo asnalegt að senda sms þegar maður er fullur... það ætti hreinlega að vera bannað. Eitt er þó að senda neyðarleg sms til kærastans síns. Annað, og öllu verra, er að senda það til karlmanna sem eru EKKI kærastar manns. Ég hef einmitt líka lent í því, og strokað út ófá símanúmer úr símanum í kjölfarið til að slíkt endurtaki sig ekki. Ég átti líka einu sinni síma sem geymdi öll send sms, og guð minn góður hvað það gat verið pínlegt að kíkja á þau í þynnkunni. Þetta er nú sem betur fer liðin tíð, en ég fæ ennþá hroll þegar ég hugsa um hvað maður gat verið vitlaus stundum.