Harmsögur ævi minnar

27.2.07

Ég reif mig á lappir alltof snemma til að fara í drullutölfræði. Tímasóun, þar sem við sátum og störðum á töflur og gröf með galtómu augnaráði. Þetta var eins og atriði úr Nótt hinna lifandi dauðu, svei mér þá. Eini kosturinn var að kennslukonan var með þynnra hár en ég. Það hlakkaði í mér yfir því.

°°°

Ég er búin að finna mér ný uppáhalds snyrtivörumerki. Er að skrifa lista yfir það sem mig "vantar" og ætla bráðlega að skunda í Boots með vísa.

°°°

Svo er spurning hvort maður hendi sér í ræktina á eftir. Alltaf þegar ég ætla í ræktina ranka ég við mér úti í bakaríi með eitthvað gúmmilaði. Ég skil ekki neitt. Ætli bakaríið sé í sama húsi?