Harmsögur ævi minnar

22.3.07

Jedúddamía hvað það er notalegt að vera heima. Er í góðu yfirlæti hjá ástmanninum, sem reyndar þurfti að fara að vinna í dag svo ég hangi á náttfötunum og borða súkkulaði yfir vídeóglápi. Búin að knúsast fullt, fara út að borða og á pöbbinn og spjalla og alls konar. Þetta er æði. Djöfull væri það mikil snilld að þurfa aldrei að gera neitt nema ofantalið. Og nei, mér myndi sko ekki leiðast.

Ég þarf nú reyndar bráðlega að fara að læra, en æi ekki alveg strax. Er svo ekki kviss og fyllerí á morgun?

Og síðan er ég komin með óskalista yfir fólk sem ég vil taka upp fyrir mastersritgerðina mína en þori ekki að birta hann hér. Ég sendi sms eða hringi von bráðar. Be afraid my friends, be veeery afraid.