Harmsögur ævi minnar

27.10.08

Ég er alltaf í fúlu skapi á mánudögum og því ekki úr vegi að þusa aðeins. Í fasteignahluta Fréttablaðsins í dag auglýsir einhver fasteignasala að hún hafi fengið íbúð eða whatchamacallit til sölumeðferðar. Hvað þýðir að fá eitthvað til sölumeðferðar? Er þetta ekki kjánalegt? Eníhú, má ekki vera að þessu - ég þarf að ná mér í kaffi til drykkjarmeðferðar.