Ég er að spá í að fara aftur í skóla. Í morgun þegar við Sambó vorum búin að borða hafragrautinn skreið hann aftur upp í rúm undir hlýja sængina. Ég stappaði niður fæti með tárin í augunum yfir því ömurlega óréttlæti að þurfa að fara í vinnuna. En það breytti engu; ég þurfti samt að fara í vinnuna. Það er glatað að vera fullorðinn.
Uppfært: Í ljósi aðstæðna vil ég taka það fram að ég er auðvitað dauðfegin að vera með vinnu yfir höfuð - bara svo það sé á hreinu.
<< Home