Harmsögur ævi minnar

17.6.11

Jæja, ég held að ég sé aðeins að skána af hörmulegum veikindum mínum. Það er gott. Aðallega vegna þess að það er viðbjóður að vera veikur en líka út af því að ég hef alltaf svo miklar áhyggjur af því þegar ég er að mæla mig að rassinn á mér herpist óvænt saman og brjóti mælinn. Það er örugglega ekkert gaman að vera með þarmana fulla af kvikasilfri og pínkulitlum glerbrotum. Nú get ég hætt að hafa áhyggjur af því.