Harmsögur ævi minnar

25.5.03

Fólkinu í blokkinni minni datt í hug að þrífa stigaganginn og garðinn í dag. Mig langaði ekki að fara að tína sígarettustubba úr grasinu en svo var nú bara hressandi að fara út í góða veðrið.

Annars var Júróvísjon bara bætandi og kætandi. Mér fannst nú átfittið hennar Birgittu ljótt en hún stóð sig vel stelpan. Ég fer samt ekki ofan af því að við hefðum átt að senda Botnleðju. Djöfull var breska gellan annars öööömurleg. Það bjargaði sko ekki neinu hjá henni að vera í pínkulitlum kjól. Rusl rusl rusl. Og hvaða land var það sem var með e-ð liðamótalaust fimleikagerpi með sér? Glatað.