Harmsögur ævi minnar

22.5.03

Ég hef ekki fengið neinar tilkynningar um Lísu og Hómerssegla og kann ég ykkur verstu þakkir fyrir.

Annars þoli ég ekki fólk sem kemur í búðina þegar ég er ein að vinna og spyr með frekjutón: "Ertu bara ein að vinna?" What tha?! Ef maður er EINN að afgreiða þá er svo AUGLJÓST að maður er EINN að vinna. "Ha? Já nei nei, hún Kolla er að vinna með mér, hún liggur nú bara hérna á gólfinu." Eða: "Já gaman að þú skyldir spyrja, hann Nonni ósýnilegi er nefnilega að vinna með mér í dag." Prumpupakk. Ef ég þyrfti ekki að pakka inn og setja slaufur á allt þá væri ég líka kannski sneggri að afgreiða.

En á eftir fer ég á Botnleðjutónleika og ætla að fá mér eins og einn öl og reyna að slaka aðeins á. Ég var búin að gleyma hvað það er erfitt að vera í fullri vinnu. Ég er alveg dauðuppgefin þegar ég kem heim og er eiginlega farin að sakna skólans. Eins gott að maður á ekki krakka líka. Þá myndi ég bara deyja.