Heyrðu maður er bara orðinn fórnarlamb alþjóðlegs glæpahrings!
Þannig er mál með vexti að sambýlismaður minn hringdi í mig í gær heldur þurr á manninn. Hann hafði verið að kíkja á Visa-reikninginn í hinum svokallaða heimabanka og leist vægast sagt ekki á upphæðina á honum. Ég fékk magasár af stressi því þrátt fyrir all nokkrar pizzur, einhverjar heimsóknir á bari bæjarins og þó nokkur geisladiskakaup fannst mér þessi risaupphæð ekki passa. Ég kíkti því á færslurnar á kortinu og viti menn... er þar ekki bara færsla upp á 500 dollara frá einhverju fyrirtæki sem kallar sig "Ebillpayer". Og önnur upp á einhverjar evrur frá "Gra.Almac". Ég er yfir mig hneyksluð yfir ósvífninni í þessu liði. Bankinn verður að laga þetta á morgun.
En: Farið veeeel yfir Visa-reikninginn!
<< Home