Harmsögur ævi minnar

15.7.03

Jæja nú verður maður að koma sér út úr húsi.

Sumarið er tíminn þegar allir eru hressir og kátir og fara í Nauthólsvík og ganga á Esju og svoleiðis. En ekki ég. Ég skríð upp í sófa eftir vinnu og morkna þar. Ég nenni gjörsamlega engu og þarf bráðum að fara í skítugar nærjur því ég er allt of þreytt til að labba þrjár hæðir niður í þvottahús.

En nú skal verða breyting á. Í kvöld ætla ég t.d. að reyna að komast á kaffihús. Eða sjáum til.

Svo var ég beðin um að pakka in húla-hring í vinnunni en sagði að það væri ekki hægt. Sem er alveg rétt.