Harmsögur ævi minnar

14.7.03

Mbl.is
Erlent | AP | 14.7.2003 | 22:53
Leitað að 12 ára stúlku og 31 árs manni sem kynntust á Netinu...

Haddi - ég hélt að það væri búið að ræða þetta.

Annars kom sænsk fjölskylda í búðina í dag. Þau keyptu fullt af dóti og meðan ég raðaði í poka sagði húsbóndinn: "Hey, are you that singer?","Haaaa? What singer?" svaraði ég. "You know... what's her name? Ah, yes - Birgitta." Ég vissi ekki hvert ég ætlaði! Og ekki veit ég hvernig manninum datt þetta í hug. Það prýðir mig ekki grannur, appelsínubrúnn líkami og fötin mín eru alveg laus við fjaðrir, kögur og kósur. Hins vegar var ég með tvær fléttur í hárinu og það gæti hafa ruglað hann í ríminu. Ég ætti kannski að reyna að græða eitthvað á þessu.

Og bara svo það sé á hreinu þá var geitungurinn ógurlegi víst enginn geitungur eftir allt saman. Þetta var einhver randafluga sem þykist vera geitungur svo aðrir séu hræddir. Þetta kalla ég svik. Ég er orðin hjartveik taugahrúga eftir einhverja platflugu!