Harmsögur ævi minnar

26.6.03

Foo Fighters að koma til landsins - djöfull er ég ánægð með það. Ég er bara skíthrædd um að þurfa að standa í röð alla nóttina eða eitthvað. O jæja, ég ætla a.m.k. að reyna að fá miða.

Svo er aftur að koma helgi og tekílapúkinn í maganum á mér er farinn að pota í mig. Stundum langar mann bara að vera heima og horfa á vídeó um helgar en það eru alltaf einhver partý og eitthvað að gerast. Og svo er svo auðvelt að plata mig út. Og tekílapúkinn auðvitað... maður verður að hlusta á hann.

Getur annars einhver mælt með einhverju í bíó? Mig dauðlangar í bíó en sé ekkert spennandi. Þetta eru allt einhverjar kellingamyndir sem Tobbi myndi aldrei nenna að sjá. Hjálp!