Harmsögur ævi minnar

13.6.03

Ég virðist hafa tapað sálu minni einhvers staðar. Ungabörn bresta í grát þegar ég brosi til þeirra og gæsaparið með ungana sem ég labba fram hjá á leiðinni í vinnuna hvæsir á mig. Ég sé ekki spegilmynd mína neins staðar, myndast ekki og fólki er bara almennt mjög illa við mig.

Verst þykir mér þó að allt ungviði hati mig því ég er svo hrifin af öllu litlu. Þekkir einhver góðan heilara?