Harmsögur ævi minnar

1.6.03

Verð að segja það að þó að beikon-Hlölli sé ágætur þá kemst hann ekki með tærnar þar sem beikon-Nonni er með hælana.

Ég næ heldur aldrei að klára Hlölla (af einhverjum ástæðum). Ég held að það gæti verið of mikið grænmeti á honum. En ég er nú líka alltaf í glasi þegar ég er að éta þetta og með mallann fullan af Martini. En samt get ég alltaf klárað Nonnann minn. Það er svo margt skrýtið í þessum heimi.

Ég fór ekkert út úr húsi í allan dag þó það væri æðislegt veður. Það er kannski eins gott því ég sat úti á svölum um daginn í sólinni og varð rauð á handleggjunum. Sum okkar eiga ekkert að vera úti í sólinni. Brúnkukrem here I come!