Harmsögur ævi minnar

29.5.03

Fór í fimmtugsafmæli hjá pabba hennar Dóru í kvöld og það var ógeðslega gaman. Hitti fullt af frænkum og frændum, allir blindfullir og í góðu stuði. Ræddi við móður mína og einhvern mann um hestatamningar og gamla hestinn okkar Jarp. Allar konur í hvítu fengu rauðvínsslettu framan á sig, ekki frá mér þó enda var ég einstaklega siðsamleg og Tobbalicious meira að segja edrú. EDRÚ!!! Geeeeðveikur matur og allt bara hreinasta snilld...