Harmsögur ævi minnar

30.5.03

Brá mér í barnapíuhlutverkið í kvöld og sit með sjö ára frænda mínum að spila Pokèmon í Game Boy. Þetta er ágætt, við erum á svipuðu þroskastigi og prumpum og borðum ís og pez.

Fékk síðan námslánin útborguð í dag og snæddi hádegisverð á Súfistanum í tilefni þess. Ég er svoleiðis vaðandi í seðlum. Já og by the way þá var Ólafur Stefánsson handboltakappi á Súfistanum að drekka heitt kakó með rjóma. Það er nú ekki gott í mallann þegar maður er að fara að spila mikilvægan leik ha? Ég sagði samt ekkert; hann verður bara að eiga þetta við sjálfan sig.