Harmsögur ævi minnar

6.6.03

Þá er maður að fara að skella sér á ströndina á sunnudaginn. Ítalavinir hans Tobba vilja endilega kíkja í Nauthólsvíkina og fá smá lit á kroppinn. Það verður frábært að sitja í gervisandi í hellirigningu og 10 vindstigum, nú eða sambærilegum metrum á sekúndu. Það er best að grafa upp gönguskóna og regnkápuna. Ég keypti samt flatkökur, hangikjöt og kókómjólk svo ég ætti að vera klár í slaginn.

Annars er það að frétta að ég er búin að bóka flug suður á bóginn með haustinu. Ég get meira að segja fært þær gleðifréttir að kyntröllið Tobbalicious ætlar að fylgja sinni heittelskuðu áleiðis. Það er notalegt, ég var farin að kvíða því að vera alein á einhverjum gistiheimilum og týna töskum og flugmiðum og vegabréfum og hvaðeina.

Þá er bara að vona að sumarið verði gott og gleðilegt and then I'm outta here.