Harmsögur ævi minnar

2.6.03

Ég er að fara að spila kana með Dóru, Tobba og Guffa. Við höfum ekki tekið upp stokkinn í marga mánuði og löngu tímabært að bæta úr því. Ég er samt ekki viss um að það sé gott fyrir heilsuna mína að spila. Ég verð eitthvað svo crazy og svo er ég ógeðslega tapsár. Ég er reyndar að vinna í þessu öllu saman með hjálp fagfólks en allt kemur fyrir ekki. Ég er komin með kvíðahnút í magann og einhver útbrot á bringuna sem mig klæjar í. Sveitt í lófunum og allt. Get ekki beðið eftir að fá spilin mín þrettán í hendurnar og raða... alltaf bíðandi eftir hinni fullkomnu hönd; Kana sóló aaaahhhh.....