Harmsögur ævi minnar

2.6.03

Og smá ráð til þeirra sem lenda stundum í því að geta ekki sofnað.

Ég var alltaf að reyna að telja kindur en eftir sirka tíu kindur hætti ég að geta talið því þær fóru alltaf að troðast og frekjast og hoppa yfir grindverkið margar í einu. Þá datt mér í hug eftir eitthvað partýið þegar ég var að skola bjórdósir og setja þær í poka að það væri tilvalið að telja þær í huganum næst þegar ég yrði andvaka. Þannig að núna ef ég get ekki sofnað ímynda ég mér að ég sé að telja margar margar bjórdósir ofan í ruslapoka. Þannig hef ég fulla stjórn á talningunni og dósirnar hlýða alveg og troðast ekki neitt.