Harmsögur ævi minnar

16.6.03

Vá hvað maður er vangefið þreyttur...

Fór í útskriftarveislu hjá Pétri og Hildi á laugardaginn og var þar vel veitt og mikið gaman. Ég ætlaði reyndar bara að fara heim með örþreyttum, vinnusjúkum sambýlismanni mínum en Guffi setti upp hvolpaaugun og gabbaði mig með sér í bæinn. Ég verð að fara að koma mér upp djamm-mótstöðuafli - það er allt of auðvelt að plata mig í eitthvað rugl þegar ég er aðeins komin í glas.

Við fórum á Næsta Bar til að hita upp og svo beinustu leið á 22, aldrei þessu vant. Ég veit ekki hvað er að mér en af einhverjum ástæðum finnst mér ekkert sniðugra en að sturta í mig Tekíla þegar ég er komin á bar. Ég ætlaði að sleppa því í þetta sinn en Guffi plataði mig aftur. Skulda ég honum því hausverk mikinn sem þjáði mig á sunnudeginum.

Við löbbuðum svo heim úr bænum því við eyddum taxapeningunum í sveitt kebab. Ég þurfti að labba heim á táslunum - DAMN YOU HIGH HEELS!!! Nú fer ég sko að taka með mér strigaskó í poka á djammið.

Það bjargaði samt sunnudeginum að pabbi bauð mér í kvöldmat og gaf mér grillaðar lambalundir nammi namm. Það er svo sjúklega gott að borða að það er bara hættulegt.