Jamm og jæja. Ég ætlaði loksins að skrifa um helgina en nú man ég eiginlega ekki hvað ég gerði... let's see.
Á föstudagskvöldið bónaði ég gólfin hjá mér með Dóru og Fridzy hangandi yfir mér. Við fengum okkur svo í aðra tána og spiluðum Gettu betur og ÉG OG DÓRA UNNUM FRIDZY OG TOBBA!!!!! Ég væri nú ekkert að monta mig af þessu nema af því að þetta er í fyrsta skipti sem ég man eftir því að hafa unnið í þessu spili. Ég er mjög tapsár svo þetta er búið að vera erfitt, þótt mér finnist spilið skemmtilegt.
Við skunduðum svo á 22 og það voru þrír þar inni. Þrjóskuðumst samt við og fengum okkur drykk. Svo yfirgáfu Tobbi og Dóra mig (já nei nei þau fóru ekki saman... held ég) og Fridzy þurfti að kíkja á Næsta Bar svo ég sat ein og horfði á þessa tvo sem voru að dansa, og þeir voru kanar í ofanálag. Svo kom Fridzy og þá var nú kátt í höllinni. Smám saman bættist fólk í hópinn og á endanum var þetta næstum eins og venjulega: sveitt og stappað. Svo komu Súkkat og Megas að hitta Fridzy (já ég veit...) og þetta var sko alveg svalasti danshringur sem ég hef verið í á 22 (og hef þó dansað mikið um ævina). "Hey Megas við ætlum að fá okkur tekíla, viltu eitthvað af barnum?". 'S funny.
Fridzy gerðist meira að segja svo kræf að fara í eftirpartý með Megasukki en ég var orðin nokkuð lúin enda kominn morgunn. Ég tölti því heim í sólskininu (og hvað er málið með það?) og hitti fólk sem var að bera út Fréttablaðið. Þau horfðu á mig.
Á laugardaginn fórum við í útskriftarveislu til Begga, hann er semsagt orðinn kennari og allt. Á sunnudagskvöldið grilluðum við fyrir Ítalana hans Tobba og í gær fórum við í partý hjá kennaranum mínum. Ég er sko dauð úr þreytu af öllu þessu félagslífi.
Svo er Tobbi farinn að kalla mig Cuxhaven. Hann spurði mig hvort ég vissi af hverju hann kallaði mig það. Ég sagði: "Já, er það ekki af því að Hafnarfjörður og Cuxhaven eru vinabæir?" T: "Nei, það er af því að þú drekkur eins og togarasjómaður." Talandi um glerhús og eitthvað...
<< Home