Harmsögur ævi minnar

18.6.03

Ég fór til fundar við gamlan óvin í gær.... bölvaðan passamyndakassann á BSÍ. Ég sver það að þessari maskínu er stjórnað af sjálfum djöflinum. Ég hef tapað stórfé á viðskiptum við þennan andskotans kassa og myndirnar eru alltaf undarlegar (þá sjaldan að þær takast). Einhvern daginn ætlum ég og baseball kylfan mín að heilsa upp á kvikindið og sjá til þess að fleiri verði ekki hlunnfarnir.