Harmsögur ævi minnar

25.7.03

Guð hefur bænheyrt mig. Í morgun á leiðinni í vinnuna sá ég eitthvað skrýtið fljúga framhjá mér en gat ómögulega séð hvað það var. Þetta var bara svona lítill blörraður blettur. Þetta var örugglega geitungur sem guð blörraði svo ég yrði ekki hrædd. Mér líst vel á það að þurfa ekki að lifa í stöðugum ótta lengur. Þetta var hugulsamt af honum.