Harmsögur ævi minnar

23.7.03

Við keyptum fullt af ís á laugardagskvöldið. Og líka Fridzy og Jón (sem borðuðu hjá okkur). Og nú er ekkert til að éta í kotinu nema stórt parmesanstykki og ís. Ég verð að viðurkenna að mér er hálf illt í maganum. En ég fæ örugglega ekki beinþynningu af öllu þessu kalkáti.

Svo verð ég að fara að kíkja á Simsana mína. Þeir hafa verið stórlega vanræktir upp á síðkastið. Kannski í lagi; kellingin var nú hálf þunglynd eftir að félagsmálayfirvöld tóku af henni barnið.