Harmsögur ævi minnar

25.7.03

Svo er annað... tobbalicious hringdi í mig í ofboði í morgun. Þannig var mál með vexti að hann hafði þurft að ná í Svölu systur mína inn í Hafnarfjörð svo hún gæti stússast eitthvað með pabba okkar. Málið var að drengnum fannst við systur orðnar óhugnarlega líkar í bæði útliti og háttum. Mun fyrrnefnd systir því hér eftir verða kölluð "Minn illi klón". Tjah, eða bara Mini-Me. Þið getið svosem dæmt um það sjálf hvort það er ekki bara rétt hjá drengnum að það sé svipur með okkur systrum.