Harmsögur ævi minnar

1.8.03

Ég fór í Bónus á Laugavegi í hádeginu í dag. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég tafðist um tíu mínútur í kassabiðröðinni því maðurinn á undan mér var að kaupa samloku sem átti að kosta 95 krónur en það stimpluðust inn 99 krónur í kassann hjá afgreiðslustráknum. Gæinn var náttúrulega ekki að sætta sig við það að borga heilum fjórum krónum meira fyrir samlokuhelvítið og það var geðveikt vesen að laga þetta. Í alvöru talað... hvernig nennir sumt fólk að lifa?