Harmsögur ævi minnar

3.3.04

Jæja þá er maður kominn heim í smátíma... ekki af góðu reyndar en ágætt að kíkja á liðið. Ég stökk beint í vinnu og er alltaf svo mygluð eitthvað að eina fólkið sem ég er búin að hitta eru Guffi og Dóra - bæði óvart. Ég stefni þó að því að bæta úr því bráðlega og mun kasta kveðju á ykkur sem skiptið máli áður en haldið verður út aftur.

Ferðin heim var vægast sagt disaster. Byrjaði á flugvellinum í Cagliari þar sem ég þurfti að borga bilaða yfirvigt þrátt fyrir að strákurinn gæfi mér 5 kílóa afslátt. Hélt hann myndi sleppa mér af því ég setti upp saklausa svipinn með smá tár í augunum en allt kom fyrir ekki. Lenti svo í Luton (LUTON???!!!), missti af rútunni yfir á Stanstead og þurfti að taka leigubíl fyrir ógeðslega mikinn pening. Helvítis herfan sem afgreiddi mig á Stanstead lét mig líka borga yfirvigt og ekki nóg með það heldur lét hún mig líka tékka inn handfarangurstöskuna (hún var nú samt ekki nema 15 kíló eða eitthvað). Ég þurfti sem sagt að setjast á hnén og rífa tölvuna upp úr handfarangrinum og vefja smygluðu líkjörunum mínum í handklæði svo þeir færu ekki í mauk. Áttaði mig svo á því þar sem ég var krjúpandi á gólfinu að redda þessu að ég var með risagat á rassinum á gallabuxunum mínum og í g-streng í ofanálag og öll dýrðin blasti við restinni af Íslendingunum í röðinni. Well... what're you gonna do?

Og hvað er eiginlega málið með þessi kílóatakmörk?? 15 kíló í ferðatösku og 5 kíló í handfarangri? Púff... það er sko bara ferðataskan mín og eitt skópar. Næst flýg ég með dýru flugfélagi sem rukkar mig ekki auka. Miklu betra; ég hefði sko vel getað leigt þyrlu fyrir allan þennan pening. Og svo fær maður að borða í dýru flugvélunum. Svik og prettir segi ég.

Ég set líka inn mynd af okkur sem var tekin á barnum sem við förum á a.m.k. þrisvar í viku í lok janúar. Ég er ekkert smá ánægð með hana af því að ég lít út alveg eins og e-r glæpamaður. Með mér á myndinni eru (frá vinstri): Sabrina (Belgía... reyndar eftirlegukind frá því í fyrra), Lucy (England), Jonas (Sviss) og svo eitthvað nobody sem ég hef aldrei séð áður.