Harmsögur ævi minnar

10.3.04

Nú er ég að vinna fyrir móður mína á skrifstofu Happdrættis Háskóla Íslands suður í Hafnarfirði. Það er nú bara ágætt verð ég að segja, fyrir utan það að hver einasti maður sem kemur inn til að endurnýja segir eitthvað á þessa leið: "Þú verður svo að láta mig vinna eitthvað núna, ég er orðinn hundleiður á þessu - það kemur aldrei neitt á þennan miða!". Og ég brosi blítt og segi bara já og eitthvað; að ég skuli senda góða strauma. Glææætan. Eins og myndi ekki láta sjálfa mig vinna ef ég hefði eitthvað um þetta mál að segja. Ó jú.

Svo langar mig að veita Ingu Lind í Íslandi í bítið verðlaun dagsins fyrir ógeðslega ljótustu föt sem ég hef séð lengi. Gat enginn sagt neitt við stelpugreyið? Mér fannst þetta nú bara hálf cruel að leyfa henni að vera í þessu.