Harmsögur ævi minnar

9.3.04

Fór með tobbalicious í bíó í gær á American Splendor. Hún er mjög góð og ekki orð um það meir. Sögumaður myndarinnar er raunverulega söguhetjan og einhver hvíslaði í sífellu: "Þetta er örugglega hann í alvörunni". Hmmm...

Svo vil ég fá að vita hvað er að gerast með þetta veður. Ég veit að það var örugglega svona í fyrra og árið þar á undan en ég gleymi bara alltaf á milli ára hvað það getur verið viðbjóðslegt. Hvað getur eiginlega verið mikið rok á einu landi? Ég held að þetta sé í hæsta máta óeðlilegt. Kannski hafa átt sér stað mistök. Set einhvern í málið. Dóra þú ert nú í mastersnámi!