Harmsögur ævi minnar

4.3.04

Það var haft samband við mig út af næstsíðustu færslu. Var það faðir minn sem sakar mig um að kalla sig glæpamann þar sem ég segi e-r glæpamaður en eins og flestir vita eru upphafsstafir föður míns E.R., ég átti hins vegar við einhver glæpamaður og því smá misskilningur á ferðinni. Hann er orðinn svolítið trekktur svona í ellinni. Rólegur pabbi minn - ég garantera að það veit enginn neitt.