Harmsögur ævi minnar

11.5.04

Ég er veik og það er hundleiðinlegt. Svo eru allir að fara í helgarferð til Korsíku nema ég og Heiðrún því við eigum ekki pening. Hún var reyndar að spá í að biðja pabba sinn um að lána sér fyrir ferðinni og ég vona að hann geri það því annars þarf ég að hlusta á vælið í henni alla helgina um að Morten hafi farið án hennar böhööö. Og come to think of it þá veit ég ekki af hverju mig ætti að langa til að fara, hata hvort sem er Frakka.

Já já já, svona er nú það.