Harmsögur ævi minnar

2.4.04

Ég var hjá lækni í morgun að láta klippa lausan fæðingarblett af hálsinum á mér. Hann var sko ekkert stór og var falinn í hársrótinni en samt geðveikt pirrandi og ég greiddi í hann og svona. Ég fattaði svo ekki að fá að taka hann heim með mér. Var að spá í að láta kannski sauma hann framan í mig. Svona öðruvísi piercing.
Hvað gera húðsjúkdómalæknar við alla þessa fæðingarbletti og dót sem þeir taka af fólki? Mér líður soldið eins og það hafi verið brotið á mér. Hann var nú einu sinni hluti af mér. Fæðingarblettina heim!