Harmsögur ævi minnar

26.3.04

Það rann á mig kaupæði í gær. Ég og móðir mín höfðum skrifstofuna lokaða og fórum í 8 tíma bæjarferð í staðinn. Sniðugt en samt ekki.

Nýja vísakortið mitt (sem var hrein-t mey þangað til í gær) fékk loksins að láta ljós sitt skína. Samt var ekki um neitt ljúft fyrsta skipti að ræða heldur meira svona hópnauðgun. Kannski við hæfi þar sem mitt uppáhalds musteri mammons er eins og tittlingur í laginu. Í lokin þurftir móðirin að draga mig út úr byggingunni þar sem ég óð á milli búða með kortið í hendinni og brjálæðisglampa í augum; upptjúnnuð af sykri, kaffi og nikótíni. Gott ef hún sló mig ekki bara utan undir - man það ekki. Rankaði bara við mér á leiðinni heim með fullt af pokum.

En núna á ég samt fallegustu skó í heimi.