Harmsögur ævi minnar

16.3.04

Mig dreymdi að við værum á Pixies tónleikum og í pásunni vorum við að spjalla við Frank Black sem var með ungan son sinn með sér. Svo fórum við út á flugvöll til þess að fara eitthvað út í heim og ég komst að því mér til mikillar skelfingar að það var búið að setja vaselín á bannlista í handfarangri. Ég var nefnilega svo hrædd um að fá varaþurrk í flugvélinni. Svo komst ég með það í gegn HAH!