Frábært. Í staðinn fyrir rigningu og rok er kominn skítakuldi og rok. Segið svo að það gerist aldrei neitt hérna! Annars á ég víst ekkert að vera að væla yfir veðrinu, gerði það í gær og fékk skammir fyrir. Þið sem ekki hafið lesið kommentin getið lesið það sem ER a.k.a. Krimminn a.k.a. Ástkær faðir minn skrifaði:
Já maður má víst þakka fyrir að hafa það svona gott. Takk pabbi minn fyrir að benda mér á það, ég mun taka sjálfa mig til endurskoðunar.
Svo er Frilla frænka að koma til landsins í kvöld, valdi reyndar afleitan dag því fimmtudagskvöld eru stútfull af skemmtilegu sjónvarpsefni. En það verður bara að hafa það. Stefndi auðvitað á það að kíkja út með henni um helgina en þá er víst búið að ráða mig í barnapössun. Eða unglingapössun öllu heldur því um er að ræða systkini mín sem eru næstum því fertug. Faðir minn þorir nefnilega ekki að skilja þau eftir ein heima meðan hann fer til Þýskalands. Ég á víst að passa að þau haldi ekki partý og kaupi ekki landa og svona. Reyndi að segja honum að það væri bara eðlilegt þrep í þroskastiga unglingsins en hann vildi ekki hlusta. Það er vandamálið sem er að hrjá heiminn í dag. Fólk bara hlustar ekki á mig.
<< Home