Það er greinilega allt of duglegt fólk að vinna í þróunar- og markaðsdeild Always dömubinda. Nú fást þessi agætu dömubindi ekki á Ítalíu og því hef ég notast við aðra tegund á meðan. Ég man samt að það var alltaf verið að breyta þeim eitthvað. Pakkarnir skiptu um lit, öðruvísi táknmyndir sem útskýrðu magn blóðs (eða blás tærs vökva öllu heldur) sem komst fyrir í dömubindinu, undirflokkarnir breyttust úr super yfir í ultra og yfir í plus o.s.frv., vængirnir límdust betur og bla bla bla. Það var ekki fyrir heilbrigða manneskju að kaupa rétta tegund og vita vonlaust að senda aðra manneskju til að kaupa fyrir sig þar sem áralangrar reynslu var krafist til að vita hvað var hvað.
Nú endurnýjaði ég kynni mín við Always í gær og það var eins og við manninn mælt; auðvitað búið að breyta einhverju. Pakkningarnar voru sem betur fer eins en nú er búið að breyta eitthvað efninu sem dömubindið er búið til úr og sá ég ekki betur en það hefði verið skipt yfir í nokkurs konar krep-pappír (sem þó er ekki eins óþægilegt og maður gæti fyrst haldið). Að auki er búið að breyta munstrinu inni í dömubindinu sjálfu. INNI í dömubindinu!!! Why on earth? Þetta fólk er bara greinilega geðbilað og klikkað. Þessi dömubindi hafa alltaf verið ágæt en þau eru líka búin að vera jafn ágæt alltaf, þrátt fyrir allar þessar breytingar. Leave us alone!
<< Home