Ég veit ekki hvort ég er svona syndsamleg í útliti en það er alltaf eitthvað lið að reyna að frelsa mig. Það er nú ekki eins og ég sé með hakakross tattúveraðan á ennið á mér. En á þremur mánuðum hef ég fengið fjórar heimsóknir frá vottum jehóva; einu sinni á Sardiníu og þrisvar hérna heima (á þremur vikum!!!), meira að segja í vinnuna. Þeir hafa nú mildast með árunum blessaðir og eru t.d. hættir að stinga fætinum í dyragættina þegar maður reynir að loka. Best að taka bara nokkra bæklinga og þakka fyrir, þá pilla þeir sig yfirleitt í burtu. Samt kúl ef þetta yrði eins og á myndunum í bæklingunum; ljón, birnir og mannfólk (að sjálfsögðu af öllum kynþáttum en reyndar ekki öllum kynhneigðum held ég) að tína saman ber í náttúrunni. Allir brosandi og rosa happí. Já já, sé það samt ekkert endilega gerast þó huggulegt væri.
<< Home