Jæja þá er ég hætt að vera húsmóðir í Hafnarfirðinum, í bili a.m.k. Ég held að bæði ég og systkini mín höfum sloppið sæmilega heil úr þessari þolraun og finnst ég bara hafa staðið mig nokkuð vel í starfi. Ég rak í skólann, bar út Moggann í skítagaddi, keypti nesti, keyrði á íþróttaæfingar og fékk meira að segja að setja í straff og allt. Dúndurfjör. Ég ætla sko alltaf að setja börnin mín í straff, á hverjum degi bara, þau verða þá ekki til vandræða. Þ.e.a.s. ef einhver börn verða svo óheppin að fá mig sem mömmu. Sumt fólk ætti náttúrulega bara ekkert að eignast börn.
Annars bara Damien Rice á morgun og tsjill. Hét ekki djöflakrakkinn í Omen myndunum Damien?
<< Home