Vaknaði þúsund sinnum í nótt. Síðast klukkan 5 við eitthvað fífl sem skóf ís og klaka af bílnum sínum með þvílíkum látum að það hálfa hefði verið nóg. Var svo rétt að sofna aftur þegar ástkær systir mín pikkaði í mig klukkan 6 til að fara að bera út moggann í snjókomu. Don't you just love life? Og af því að ég nenni ekkert að blogga neitt og er þreytt og pirruð ætla ég bara að setja mynd af Önnu og Heiðrúnu sem búa með mér úti. Og neðri myndin er af þýzku tröllunum sem þið hafið séð áður. Þeir komu núna í smá heimsókn en ég missti því miður af þeim. Og þessi í rauðu skyrtunni er Jonathan, hinn ofurbreski og ofurskemmtilegi sambýlismaður okkar. Takk fyrir.
<< Home