Harmsögur ævi minnar

10.2.06

Þessa grein er að finna á B2. Hún ku fjalla um unaðsbletti karlmannsins. Ég renndi yfir hana og rakst þar á þessa málsgrein: "Sogblettir voru kannski það flottasta þegar þú varst yngri, en flestir menn hata þá, sérstaklega þegar þeir þurfa að vera með skjaldbökuháls í vikur!" (stafsetningarvillur fjarlægðar af mér).

Skjaldbökuháls?! Er þá verið að tala um "turtleneck"? Þ.e.a.s. rúllukraga? Skjaldbökuháls!!! Þetta er nú það besta sem ég hef heyrt lengi.

Mæli með því að þið kíkið á þessa grein. Hún er bara ótrúlega vel skrifuð.