Harmsögur ævi minnar

11.4.07

Er ennþá hálf slöpp en það er bara kúl. Þarf að taka upp fólk í dag fyrir bestu mastersritgerð allra tíma (ahemm...). Og svona til að nota tækifærið: Þúsund þakkir þið sem nennið að láta mig taka ykkur upp - þið eruð bezt!

Já og svo gleymdi ég að segja frá því að ég var beðin um skilríki á Sjallanum á föstudaginn. Það var 18 ára aldurstakmark. Ég var svo hissa að ég horfði á dyravörðinn (sem á þeim tímapunkti voru tveir nákvæmlega eins dyraverðir) í svona 5 mínútur áður en ég tók upp ökuskírteinið mitt - alveg eins og algjör sauður á meðan R pissaði í buxurnar af hlátri. Hver segir svo að reykingar stuðli að öldrun húðarinnar? Piff, lygamerkingar segi ég bara. Ætli ég liti ekki bara út eins og fóstur ef ég reykti ekki? Tjah, maður spyr sig...