Harmsögur ævi minnar

10.4.07

Það var algjört æði á Akureyri. Ég er reyndar hálf slöpp núna og er handviss um það að ég sé komin með blóðeitrun af ofáti. Verkjatafla og blundur, það verður að duga... ég þarf nefnilega að læra í kvöld (hvað sem öllum veikindum líður).

Þegar við skötuhjúin komum heim á sunnudagskvöldið ætluðum við að horfa á The Number 23, sem R hafði hlaðið niður yfir helgina. Það héldum við að væri spennumynd með Jim Carrey. Þessi tiltekna útgáfa innihélt þó engan Jim Carrey, en hins vegar fullt af japönskum skólastelpum að ganga örna sinna hver á aðra. Við horfðum bara á eitthvað annað í staðinn.