Harmsögur ævi minnar

12.4.07

Maginn á mér er ennþá í rusli og ég er alveg búin að fatta hvað er að. Hann er augljóslega að hefna sín á áratugalangri misnotkun af minni hálfu. Ég hef verið ansi dugleg við að henda í hann ruslfæði, sykri, áfengi, rotvarnarefnum, fitu og alls kyns viðbjóði og nú hefur hann bara fengið nóg og neitar að standa í þessu lengur. Nú nærist ég nánast eingöngu á eplasafa blönduðum soðnu vatni og Gerber ávaxtamauki úr krukkum. Grábölvað alveg... mig dauðlangar í Vitaborgara en fæ brjóstsviða bara við tilhugsunina.