Harmsögur ævi minnar

29.10.08

Í nótt dreymdi mig að ég væri komin með þessi fínu hátískugleraugu. Og ekki bara það, heldur gat ég í ofanálag hermt ógeðslega vel eftir Söruh Palin. Það eru þá komnar tvær manneskjur sem ég get hermt vel eftir: Sarah Palin og Ívar Guðmundsson. Ég fer nú bara bráðlega að hætta í dagvinnunni.